Svikin kosningaloforð?

Eitt af kosningaloforðum vinstri græna var að hafna alfarið aðild að Evrópusambandinu. Klausan hér að neðan er tekin úr stefnuyfirlýsingu vg. en þar segir orðrétt:

 ,,Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópursambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of" sjá nánar á

http://www.vg.is/stefna/utanrikisstefna/

Samkvæmt Ögmundi ætla vg. ásamt Samfylkingunni að ráðast í aðildarviðræður við ESB. Spurning er því hvort vg. séu með því móti að svíkja sína flokksbræður sem höfnuðu alfarið aðild að ESB.


mbl.is Þjóðin verður að ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er heldur ekki hægt blint að fara inn í ESB. Það er mjög góður kostur fyrir þjóðina að fá rök bæði fyrir og á móti, því einungis þannig fáum við þær upplýsingar sem við þurfum til að geta tekið upplýsta afstöðu til þetta málefni.

Miðað við hversu ákveðnir samfylkingarmenn eru að fara í ESB þá treystir maður þeim engan vegin fyrir því að semja um þetta og koma með allt upp á borðið hvað varðar þann samning.

því einungis þannig fáum við þær upplýsingar sem við þurfum til að geta tekið upplýsta afstöðu til þetta málefni.

Miðað við lélegt hlutleysi fjölmiðla þá efast ég um að þú, ég eða nokkur maður sem hér býr fái nógu mikið af upplýsingum til að taka þessa upplýstu afstöðu.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.4.2009 kl. 15:25

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Það er rétt hjá þér,að V.G vill ekki aðild að Evrópusambandinu,en menn verða alltaf að semja ef fleiri en einn flokkur er við völd,en það eru ekki svik,að skoða pakkann frá ESB.Hvað eru þeir að bjóða,hvað græðum við á því að ganga í ESB,??Hverju þurfum við að fórna,??hvað með fiskin okkar,hvað með landbúnaðinn okkar,??hvað með olíuna ef hún finnst,???Hverjir stjórna því,??? Nei Doddi minn,þú þarft ekki að óttast það,að fá ekki réttar fréttir af gang mála,ef vinstri grænir eru svona á móti þessum samning,(sem þeir vita ekkert um hvað er verið að bjóða,) að þeir munum að sjálfsögðu upplýsa okkur um alla þann galla sem þeir finna,eins er með samfylkinguna sem styður þennan samning,(þótt þeir viti ekkert um hvað er í honum,)svo þeir munu að sjálfsögðu segja frá öllu því góða sem í honum er,til að fá stuðning frá þjóðinni,nei þetta eru engin svik,þetta kallast könnunarviðræður,svo fáum við að kjósa um galla og kosti þess samning sem verið er að bjóða okkur,ég er svo sem ekki stuðnings maður ESB,hef ekki viljað selja valdið til Brunssel,en ég veit ekkert meira en þið,hvað er verið að bjóða okkur,til að taka afstöðu með eða móti,þá vill ég fá að vita kosti og galla,takk fyrir og gleðilegt sumar.

Jóhannes Guðnason, 27.4.2009 kl. 15:55

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Nei Doddi minn,þú þarft ekki að óttast það,að fá ekki réttar fréttir af gang mála,ef vinstri grænir eru svona á móti þessum samning,(sem þeir vita ekkert um hvað er verið að bjóða,) að þeir munum að sjálfsögðu upplýsa okkur um alla þann galla sem þeir finna,

Já þeir myndu eflaust gera það ef þeir fengju fjölmiðla plássið til þess en miðað við gengi fjölmiðla þá virðast þeir allir vera í ESB hraðlestinni og því er það ekki sjálfsagt að þeir kæmu sínum skoðunum á framfæri, það væri kannski minnst á það í 11 fréttum.

en ég veit ekkert meira en þið,hvað er verið að bjóða okkur,til að taka afstöðu með eða móti,

Er það ekki málið, við fáum nákvæmlega samning og önnur lönd, ég veit ekki hvað gerir okkur svo sérstök á þessari stundu að við fengjum eitthvað special treatment. Eina sem ég hef heyrt um ESB er að þeir beygja sig ekki í þessum aðildarviðræðum fyrir aðra og því ættur þeir ekkert að gera það fyrir okkur þó að samfylkingin ásamt fjölmiðlum vilja halda því statt og stöðugt fram.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.4.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hannes Ingi Guðmundsson

Höfundur

Hannes Ingi Guðmundsson
Hannes Ingi Guðmundsson
Höfundur er lögfræðingur og í framboði fyrir Borgarahreyfinguna

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband