Færsluflokkur: Bloggar

Heiðursmaður og heiðurslaun

Mér finnst afskaplega illa vegið að félaga mínum í Borgarahreyfingunni. Tilgangur með stofnun Borgarahreyfingarinnar var ekki sá að menn fengju ekki þau verðlaun sem þeir hafa unnið fyrir. Hér er verið að blanda tveimur ólíkum hlutum sem eru heiðurslaun og launum fyrir vinnu sem alþingismaður fær. Heiðurslaun eru af allt öðrum toga en hefðbundin laun.

 Í tillögum til þingsályktunar á 131 löggjafarþingi 2004-2005 þingskjal 145 kom eftirfarandi fram um heiðurslaun: ,,Við tillögugerðina skal miða við að listamaðurinn hafi varið starfsævi sinni eða verulegum hluta hennar til liststarfa, að hann hafi skarað fram úr við listsköpun sína eða störf hans að listum skilað miklum árangri á Íslandi eða á alþjóðavettvangi, og að listamaðurinn sé kominn á eftirlaunaaldur eða nálgist starfslok."

Ljóst er að Þráinn hefur á undanförnum árum og áratugum skarað fram úr í listsköpun sinni og list hans hefur skilað miklu til allra íslendinga sem hafa notið bóka hans og kvikmynda. Við þurfum listamenn eins og Þráinn sem eru hreinskilnir, hugrakkir og skapandi.  Látum hann því í friði með sín listamannslaun og styðjum hann frekar til dáða á hinum nýja orrustuvelli Alþingis.


mbl.is Þráinn taki ákvörðun um heiðurslaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikin kosningaloforð?

Eitt af kosningaloforðum vinstri græna var að hafna alfarið aðild að Evrópusambandinu. Klausan hér að neðan er tekin úr stefnuyfirlýsingu vg. en þar segir orðrétt:

 ,,Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópursambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of" sjá nánar á

http://www.vg.is/stefna/utanrikisstefna/

Samkvæmt Ögmundi ætla vg. ásamt Samfylkingunni að ráðast í aðildarviðræður við ESB. Spurning er því hvort vg. séu með því móti að svíkja sína flokksbræður sem höfnuðu alfarið aðild að ESB.


mbl.is Þjóðin verður að ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki skila auðu

Ekki skila auðu. Málið er að 4 flokkarnir, sjálfstæðismenn, samfylkingin, framsókn og vinstri grænir eru ábyrgir fyrir efnahagshruninu. Hvort sem þeir voru í stjórn eða ekki þá voru þeir á alþingi og gerðu ekki neitt. Svo er það síðasta útspilið, spillingin að þiggja mútur frá Fl Group og Baug það er alveg síðasta sort. Ekki verðlauna þessa menn og láta þá gleyma þessu. Oft er talað um það að íslenska þjóðin sé með fiskminni. Látum þá finna fyrir því núna við erum með atkvæðisseðilinn í hendinni. Skilum ekki auður heldur notum hann rétt og kjósum x-o

mbl.is Höfðu áhrif á röðina á listum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilltir stjórnmálamenn

Nýtt afl er risið upp kjósum ekki spillta stjórnmálamenn sem þiggja mútur. Upphæðin sem þeir þáðu skiptir ekki máli. Ekki meira af því sama. BREYTUM - Með atkvæði okkar, kjósum X-O
mbl.is Segir 40 aðila hafa styrkt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hannes Ingi Guðmundsson

Höfundur

Hannes Ingi Guðmundsson
Hannes Ingi Guðmundsson
Höfundur er lögfræðingur og í framboði fyrir Borgarahreyfinguna

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband